Gull og silfur ljómuðu árið 2025 – mun glansinn halda áfram 2026?

13. janúar 2026

Á nýju ári er gert ráð fyrir að verð á gulli og silfri taki enn meiri kipp, í kjölfar mikilla hækkana árið 2025.


Silfur hóf árið á um 30 dali á únsu áður en verðið rauk upp í 70 dali, á meðan gull hækkaði úr 2.600 dölum á únsu í hámark sem fór yfir 4.300 dali.


Hvers vegna þetta skiptir máli

Verð gulls og silfurs getur endurspeglað almenna stöðu efnahagsmála, bæði á uppgangs- og samdráttarskeiðum. Þættir á borð við verðbólgu, framboðstruflanir og geopólitíska spennu hafa veruleg áhrif á verðþróun málmanna. Sérfræðingar á fjármálamörkuðum benda á að vaxandi verðbólga styðji jafnan við hærra verð á bæði gulli og silfri. Verðbólga í Bandaríkjunum er enn yfir 2% markmiði bandaríska seðlabankans.


Það sem vert er að vita

Svissneski bankinn UBS telur að gullverð geti farið allt upp í 5.400 dali við mikla pólitíska og efnahagslega spennu í Bandaríkjunum.


„Í fyrsta lagi er um að ræða spennu þrungið alþjóðlegt umhverfi, bæði pólitískt og efnahagslega, auk almenns veikleika í bandaríkjadal og lítillega lægri vaxta,“ sagði Juan Carlos Artigas, alþjóðlegur rannsóknarstjóri World Gold Council, í samtali við KITCO News.


„Ef við tengjum þetta tvennt við jákvæða verðþróun þá hefur fjárfestingaeftirspurn stutt enn frekar við frammistöðuna.“


Helsta frávikið væri ef bandaríski seðlabankinn, Federal Reserve, gripi til vaxtahækkana á árinu 2026. Slík þróun gæti leitt til lækkunar á verði gulls og silfurs.


„Ef hins vegar verður vart við væga niðursveiflu í bandaríska hagkerfinu, sem knýr seðlabankann til vaxtalækkana og veikir bandaríkjadal enn frekar, gæti það stutt við áframhaldandi hækkun gullverðs,“ sagði Artigas.


„Það væri reyndar háð hraða og umfangi þessara vaxtalækkana, en gullverð gæti hækkað um á bilinu 5% til 15%. Ef efnahagsástand versnar enn frekar – hvort sem er vegna versnandi alþjóðlegra aðstæðna eða sem afleiðing af núverandi efnahagsstefnu – gæti fjárfestingaeftirspurn aukist verulega.“


Kevin Thompson, forstjóri 9i Capital Group, segir að hann búist við áframhaldandi hækkunum á verði gulls og silfurs, „aðallega vegna þess að ríkisstjórnir – ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur víða um heim – reka gríðarlegan og viðvarandi hallarekstur.“


„Þessir málmar eru takmarkaðar auðlindir og hafa lengi verið taldir vörn gegn verðbólgu,“ sagði Thompson í samtali við Newsweek.


„Þegar gjaldmiðlar halda áfram að rýrna, einkum bandaríkjadalurinn, tel ég að gull og silfur verði áfram eðlilegt mótvægi við þá þróun.“


Alex Beene, kennari í fjármálalæsi við háskólann University of Tennessee í Martin, sagði við Newsweek að árið 2025 hafi verið eitt það sterkasta fyrir gull og silfur síðan seint á áttunda áratugnum.

„Þar sem efnahagsleg óvissa var viðvarandi allt árið leituðu margir fjárfestar í gull og silfur sem öruggt skjól,“ sagði Beene.


„Ólíklegt er að málmarnir endurtaki 60% og 150% hækkanir, hvor um sig, á árinu 2026 en áframhaldandi hækkun veltur bæði á peningastefnu stjórnvalda og almennum hagvexti.“


Það sem fólk er að segja

Kevin Thompson sagði einnig við Newsweek:
„Stóran hluta síðasta áratugar voru verðbólgu-leiðréttar ávöxtunartölur gulls og silfurs tiltölulega hóflegar. Það hefur nú breyst. Gull hefur nú brotist yfir sitt fyrra verðtryggða hámark, á meðan silfur er enn langt undir og þyrfti að hækka í 170–200 dali á únsu til að ná sama árangri.“


Alex Beene sagði jafnframt:
„Ef hæstiréttur fellir núverandi tollastefnu úr gildi gæti það orðið til þess að fjárfestar snúi sér að öðrum eignum. Sama gildir ef vöxtur fyrirtækja, bæði innanlands og á alþjóðavísu, verður meiri en búist var við. Þá yrðu gull og silfur síður aðlaðandi. Ef hins vegar eitthvað af efnahagslegri óvissu ársins 2025 heldur áfram inn í nýtt ár gætu málmarnir haldið áfram að hækka verulega.“


Hvað gerist næst?

Þar sem verð á gulli og silfri heldur áfram að hækka bendir Kevin Thompson á að það geti hafi víðtækar afleiðingar fyrir alþjóðlega skuldastöðu.



„Heildarmyndin er ekki tilefni til bjartsýni heldur umhugsunar,“ sagði hann. „Langvarandi hallarekstur á heimsvísu er farinn að hafa áhrif að nýju. Ríki geta aðeins haldið skuldastöðu sinni í yfir 100% af vergri landsframleiðslu í takmarkaðan tíma áður en verðbólga lætur verulega á sér kræla. Mörg lönd standa nú frammi fyrir þeirri staðreynd og líklegt er að hátt verðlag haldist. Sögulega hefur slíkar aðstæður oft leitt til efnahagslegs álags, félagslegs þrýstings og í sumum tilvikum borgaralegra óeirða.“

13. janúar 2026
Bandarísk hlutabréf skiluðu umtalsverðri hækkun, en urðu þó undir í samanburði við eðalmálma og alþjóðlegar hlutabréfavísitölur.
19. desember 2025
Í áratugi hefur Warren Buffett – „véfréttin frá Omaha“ – verið þekktur fyrir efasemdir sínar gagnvart gulli Hann hefur gagnrýnt gull sem „ óframleiðandi eign “, eitthvað sem „liggur bara þarna“ , ber enga vexti og skilar engum tekjum. Hann hefur alltaf kosið fyrirtæki með sjóðstreymi, arðgreiðslum og raunverulegum vaxtarmöguleikum. En á markaði þar sem langvarandi forsendum eru ögrað nánast daglega er afstaða Buffetts að breytast í hljóði – og sú breyting ætti að skipta alla alvarlega fjárfesta máli. Buffett, gull og 100 milljarða dala stefnubreytingin Þó Buffett hafi ekki haldið blaðamannafund og lýst yfir: „Kaupið gull!“ , tala gjörðir hans – og samhengi þeirra – skýrara en nokkur orð. Samkvæmt nýlegri grein í Barron’s eru sífellt fleiri sem velta því fyrir sér hvort fjárfestingaheimspeki Buffetts sé að laga sig að nýjum efnahagslegum veruleika: viðvarandi verðbólgu, alþjóðlegri óvissu, „afdollariseringu“ og aukinni eftirspurn eftir raunverulegum verðmætum. 100 milljarða dala reiðufjárstaða Buffetts er ekki aðeins öryggisnet – hún er stefna. Hún endurspeglar varfærni, áhættuvörn og áherslu á verðmætagæslu. Og nú telja fleiri greiningaraðilar og markaðssérfræðingar að gull passi fullkomlega inn í þessa nálgun. Frá gagnrýnanda gulls til fjárfestis? Vert er að rifja upp að félag Buffets, Berkshire Hathaway, vakti mikla athygli árið 2020 þegar það keypti hlut í Barrick Gold , einu stærsta gullnámufyrirtæki heims. Þó þeirri fjárfestingu hafi síðar verið hætt var skrefið sögulegt – það batt enda á áratugalanga forðun Buffetts gagnvart gulli í hvaða mynd sem er. Um þessar mundir, árin 2024 og 2025, er gull að slá öll met, komið yfir 4.000 dollara markið á únsu, og margir þeirra þátta sem Buffett hefur varað við – verðbólga, efnahagsleg ólga og mistök seðlabanka – eru í brennidepli. Af hverju gull – og af hverju núna? Samkvæmt umfjöllun Barron’s er ný kynslóð stefnumótenda farin að mæla með gulli sem nauðsynlegum hluta af vel samsettu eignasafni. Þetta á jafnt við um eftirlaunafólk, stofnanafjárfesta og jafnvel hefðbundna hlutabréfafjárfesta. Helstu ástæður þess eru meðal annars: Vörn gegn verðbólgu: Þar sem verðbólga er þrálát og raunvextir óvissir heldur gull áfram að vera ein áreiðanlegasta verðmætageymsla heims. Landfræðileg og pólitísk spenna: Stríð og pólitískur óstöðugleiki ýta fjárfestum í átt að öruggari eignum. Dreifing frá dollara: Þar sem ríki draga úr ósjálfstæði sínu gagnvart bandaríkjadal heldur gull áfram að styrkja stöðu sína í gjaldeyrisforða þjóða. Takmarkað framboð: Ólíkt fiat-gjaldmiðlum er framboð á gulli takmarkað, sem styður við langtímaverðgildi þess. Jafnvel David Rosenberg , þekktur sérfræðingur í markaðsstrategíum, sem vitnað er til í Barron’s, hefur sagt að „nú sé ekki rétti tíminn til að taka stórar áhættur“ og snýr sér því að gulli sem höggdeyfi gegn efnahagsáföllum. Hvað segir varfærni Buffetts okkur? Hin goðsagnakennda og agaða nálgun Buffetts – sérstaklega tregða hans til að elta tískubylgjur – er einmitt ástæðan fyrir því að þessi hljóðláta nálgun hans gagnvart gulli skiptir máli. Þegar maður sem hefur kallað gull „gælustein“ byrjar að beina fjármagni að gulltengdum eignum, er fyllsta ástæða til að veita því athygli. Jafnvel þótt hann sé ekki að kaupa í stórum stíl endurspeglar þessi breyting stærri sannleika: Gull er ekki lengur jaðareign; það er að verða hornsteinn nútíma eignasafna. Hvernig má bregðast við þessu? Þú þarft ekki að vera Warren Buffett til að njóta góðs af vaxandi mikilvægi gulls. Hvort sem þú ert að dreifa áhættu í eftirlaunasparnaði, eða verja eignasafn þitt, getur verið skynsamlegt að íhuga eftirfarandi leiðir: GULLMARKAÐURINN er eina fyrirtækið á Íslandi sem býður Íslendingum að fjárfesta í raunverulegu, snertanlegu gulli í gegnum AUVESTA Edelmetalle AG sem er gullfyrirtæki ársins í Þýskalandi, stærsta gullmarkaði Evrópu, árin 2021–2025 og margverðlaunað meðal annars fyrir „bestu verð og bestu þjónustu“ . VEFVERSLUN GULLMARKAÐARINS: Fyrir þau sem vilja fá gullmyntir eða gullstangir afhentar í hendur. Lokaorð: Þegar Buffett hallar sér að gulli ættir þú að gera það líka! Buffett eltir ekki strauma. Hann sér fram í tímann. Ef hreyfingar hans gefa til kynna að gull hafi unnið sér sess við borðið ættu fjárfestar að taka eftir því.  Því ef agaðasti verðmætafjárfestir heimsins er tekinn að halla sér í átt að gulli, þá gæti verið kominn tími til að þú gerðir það líka.
18. desember 2025
Verð á silfri hefur rokið upp í methæðir í aðdraganda væntrar vaxtalækkunar bandaríska seðlabankans (stýrivextir voru lækkaðir um 25 punkta 10. des.) og vegna áframhaldandi mikillar eftirspurnar tæknigeirans eftir efninu. Silfur fór í fyrsta sinn yfir 60 dali á únsu á svokölluðum „spot-markaði“ sl. þriðjudag (9. des.), þar sem viðskipti fara fram með tafarlausri afhendingu. Gull, sem náði metverði fyrr á þessu ári vegna vaxandi áhyggja af áhrifum bandarískra tolla og efnahagshorfa í heiminum, hækkaði einnig í verði í þessari viku. Fjárfestar hafa tilhneigingu til að færa fé sitt yfir í fágæta málma eins og gull og silfur þegar vextir lækka og Bandaríkjadalur veikist. Almennt var talið að bandaríski seðlabankinn myndi lækka stýrivexti sína um 25 punkta á miðvikudag, sem hann og gerði. „Þegar vextir eru lækkaðir kaupa fjárfestar gjarnan eignir eins og silfur því ávinningurinn af því að halda fé á bankareikningi eða kaupa skammtímabréf minnkar,“ segir Yeow Hwee Chua hjá Nanyang Technological University í Singapore. „Það flytur eðlilega eftirspurnina yfir í eignir sem taldar eru góðar til að geyma verðmæti, þar á meðal silfur,“ sagði hann. „Fjárfesting í svokölluðu „öruggu skjóli“ er einnig stór hluti skýringarinnar á nýju metverði gulls síðustu mánuði, þegar það í fyrsta sinn hefur farið yfir 4.000 dali á únsu. Hækkun silfurs má einnig rekja til „afleiddra áhrifa“ af hækkun gulls þar sem fjárfestar leita ódýrari valkosta,“ segir Christopher Wong, greinandi hjá OCBC bankanum. Gull hefur hækkað um meira en 50% á þessu ári, meðal annars vegna mikilla kaupa seðlabanka. Verð á platínu og palladíum hefur einnig hækkað á árinu. Eftirspurn er meiri en framboð Sérfræðingar segja að verð á silfri hafi einnig hækkað vegna þess að öflug eftirspurn frá tæknigeiranum hafi orðið meiri en framboðið. Þetta hefur hjálpað til við að tvöfalda verð silfurs á árinu og það hefur þar með skákað öðrum fágætum málmum, þar á meðal gulli. „Silfur er ekki bara fjárfestingareign heldur mikilvæg auðlind og æ fleiri framleiðendur hafa þörf fyrir efnið,“ segir Kosmas Marinakis, prófessor við Singapore Management University. Silfur, sem leiðir rafmagn betur en gull eða kopar, er notað í framleiðslu á vörum á borð við rafbíla og sólarsellur. Sérfræðingar búast við að aukin sala rafbíla ýti enn frekar undir eftirspurn eftir silfri, og þróun á rafhlöðum fyrir rafbíla skapi þörf fyrir enn meira af því. En það er erfitt að auka framboð silfurs hratt þar sem meirihluti heimsframleiðslunnar er aukaafurð úr námum sem aðallega vinna aðra málma eins og blý, kopar eða gull. „Verð á silfri hækkar einnig vegna áhyggja af því að Bandaríkin kunni að setja toll á það sem hluta af viðskiptastefnu Donalds Trump. Ótti við slíka tolla hefur einnig leitt til birgðasöfnunar á silfri í Bandaríkjunum, sem hefur valdið skorti annars staðar í heiminum. Bandaríkin flytja inn um tvo þriðju af því silfri sem þau nota, bæði í framleiðslu, skartgripi og fjárfestingar. Framleiðendur hafa keppst við að tryggja sér nægar birgðir svo framleiðsla truflist ekki, sem hefur hjálpað til við að hækka verðið á heimsmarkaði,“ segir prófessor Kosmas Marinakis. Hann bætti við að hann reikni með að verð á silfri haldist hátt á næstu mánuðum. HEIMILD: BBC 10.12.25
15. desember 2025
(Kitco News) – Goldman Sachs sagði nýlega að fyrirtækið sæi verulegt svigrúm til hækkunar á verði gulls fyrir árið 2026 sem nú er spáð að nái 4.900 dollurum á únsu í árslok. „Nokkrir fjárfestar hafa nýlega kallað eftir auknum gullkaupum,“ sögðu sérfræðingar bankans. Þeir bentu á að gullséreignir væru nú í sögulega litlum mæli og mögulegar breytingar á fjölbreytni eignasafna gætu aukið aðdráttarafl gulls. Athugasemdirnar endurspegla einnig nýleg ummæli frá Daan Struyven, yfirmanni olíurannsókna hjá Goldman Sachs. Þann 26. nóvember sagði Struyven í viðtali við Bloomberg TV að jafnvel lítil aukning á fjölbreytni í fjárfestingum almennings gæti skapað mikið svigrúm til hækkunar ofan á spá bankans um 4.900 dollara á únsu – þ.e.a.s. að gull gæti hækkað enn meira en upp í 4.900 dollara eins og bankinn hafði áður spáð. „Við teljum að gullverð gæti hækkað um næstum 20% til viðbótar fyrir árslok 2026, með spá okkar upp á 4.900 dollara á únsu í árslok,“ sagði hann. „Þó ekki jafn hratt og þetta ár – við höfum séð hækkun um næstum 60% frá áramótum – en tveir meginþættir hækkunarinnar á árinu 2025 munu að okkar mati endurtaka sig árið 2026.“ Annar þátturinn eru stöðugt meiri gullkaup seðlabanka. „Eftir að fryst var á gjaldeyrisforða Rússlands árið 2022 fengu gjaldeyrisstjórar nýmarkaðsríkja stórt viðvörunarmerki um að þeir þyrftu að auka gullhlutfall, þar sem gull er eini raunverulega öruggi eignaflokkurinn þegar hann er geymdur í innlendum gullgeymslum.“ Hinn lykilþátturinn er vaxtalækkunarferli bandaríska seðlabankans. „Vaxtalækkanir seðlabanka Bandaríkjanna vegna þess að gull, sem ekki ber vexti, laðar að sér aukna fjárfestingu inn í gull-ETF sjóði,“ sagði Struyven og bætti við: „Hagfræðingar okkar spá 75 punktum til viðbótar í vaxtalækkunum.“ „Við fáum stuðning bæði vegna kaupa seðlabanka og einkafjárfesta.“ Struyven var spurður hvernig styrkur Bandaríkjadollara hefði áhrif á spána, þar sem verðrýrnunarmarkmið gjaldmiðla væri hluti af útreikningum. „Ég myndi hugsa þetta sem mögulega útvíkkun fjölbreytni-þemans, sem núna er nokkuð takmarkað við seðlabanka,“ svaraði hann. „Ef það færi að teygja sig yfir til einkageirans gæti það skapað enn meira svigrúm til hækkunar ofan á okkar þegar bjartsýnu spá.“ „Aðalatriðið í því hvers vegna möguleiki á hækkun er svona mikill er að gullmarkaðurinn er tiltölulega lítill,“ útskýrði Struyven. „Ef þú skoðar gull-ETF-sjóði á heimsvísu, þá eru þeir um 70 sinnum minni en bandaríski ríkisskuldabréfamarkaðurinn, þannig að það þarf einungis litlar tilfærslur, úr t.d. skuldabréfamörkuðum yfir í gull, til að valda verulegri hækkun á gullverði.“ Struyven sagði að þetta væri ein ástæða þess að gull væri nú númer eitt á lista Goldman Sachs yfir ráðleggingar um langtímakaup í hrávöru. „Þú hefur verulegt hækkunarsvigrúm í grunnsviðsmynd, og í sviðsmyndum þar sem markaðir gætu staðið sig verr – hugsanlega vegna áhyggja af fjármálastefnu ríkisins eða spurninga um sjálfstæði bandaríska seðlabankans – þá myndi gull standa sig enn betur en í grunnsviðsmyndinni.“ Þann 6. október sl. hækkaði Goldman Sachs spá sína um gullverð fyrir árslok 2026 úr 4.300 í 4.900 dollara á únsu og sagði að aukningin yrði knúin áfram af sterkum straumi inn í vestræna ETF-sjóði og stöðugum kaupum seðlabanka. „Við teljum að áhættan við uppfærða gullspá okkar sé áfram meira í átt að hækkun en lækkun, því einkafjárfestar sem auka eignir sína á tiltölulega litlum gullmarkaði gætu aukið ETF-eignir umfram það sem vaxtaspár gera ráð fyrir,“ skrifuðu sérfræðingar Goldman Sachs. Bankinn gerir ráð fyrir því að vestrænir ETF-sjóðir styrkist þegar Fed lækkar stýrivexti um 100 punkta fyrir 2. ársfjórðung 2026, sögðu þeir. Goldman spáir einnig að seðlabankakaup á gulli verði að meðaltali 80 tonn árið 2025 og 70 tonn árið 2026, og segir að seðlabankar nýmarkaðsríkja séu líklegir til að halda áfram að færa gjaldeyrisforða sína frá Bandaríkjadollar og yfir í gull. Gull hefur hækkað um nær 60% frá áramótum vegna styrkra kaupa seðlabanka, aukinnar eftirspurnar eftir gullstuðluðum ETF-sjóðum, veikari Bandaríkjadollar og aukins áhuga almennings sem vill verja sig gegn viðskipta- og geopólitískum áhættuþáttum. „Á móti hefur sveiflukennd spákaupmennska haldist nokkuð stöðug,“ sögðu sérfræðingarnir. „Eftir mikla aukningu í september hafa vestrænir ETF-sjóðir nú að fullu náð upp því sem vaxtamódel okkar reiknuðu með, sem bendir til þess að nýleg styrking ETF-sjóða sé ekki yfirskot.“
29. október 2025
Við lásum í Wall Street Journal í gær að verð á gulli hefur hækkað mjög. Hvernig ætli standi á því? Og hvað ætli sé til mikið gull á jörðinni? Hvenær öðlaðist þessi málmtegund þá stöðu sem hún hefur í dag? Halldór Björn Baldursson kann svör við þessum spurningum, og hann var síðasti gestur þáttarins. Hægt er að hlusta á viðtalið hér Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér
29. október 2025
Mike Wilson, aðalfjárfestingarstjóri Morgan Stanley sem er einn stærsti fjárfestingabanki heims, mælti nýverið með 20% fjárfestingu í gulli sem hluta af nýrri „ 60/20/20 “ eignasafnsstefnu. Þessi nálgun felur í sér að 60% er varið í hlutabréf, 20% í skuldabréf og 20% í gull , sem er breyting frá hefðbundnu 60/40 hlutfalli milli hlutabréfa og skuldabréfa. Rökstuðningur fyrir nýrri skiptingu Betri vörn gegn verðbólgu: Wilson telur gull vera betri vörn gegn verðbólgu en hefðbundin ríkisskuldabréf, sérstaklega í núverandi efnahagsástandi. Svar við markaðsaðstæðum: Tillagan byggir á gagnrýninni skoðun á litlum möguleikum á vexti í bandarískum hlutabréfum samanborið við bandarísk ríkisskuldabréf og þrýstingi á langtímaskuldabréf vegna hárra vaxta. Gull sem „óbrothætt“: Gulli er lýst sem „óbrothættu“ eignarhaldi sem styrkist frekar en að veikjast á tímum óstöðugleika á mörkuðum og þegar raunvextir lækka, á meðan hlutabréf bjóða upp á litla vaxtarmöguleika. Eftirspurn seðlabanka: Tillaga Wilson kemur í kjölfar mikilla gullkaupa af hálfu seðlabanka og fjárfesta sem leitast við að auka fjölbreytni gagnvart bandaríkjadal vegna geopólitískrar spennu. Áhrif á markað og samhengi Þessi stuðningur frá stórri fjármálastofnun hefur vakið verulegan áhuga á gulli á mörkuðum. Eftir tillöguna hefur gullverð haldið áfram að hækka, þótt einhver óstöðugleiki og hagnaðarsala hafi komið fram. Þetta skref hefur verið talið „vakning“ fyrir fjárfesta til að endurmeta hefðbundnar fjölbreytnistefnur. 
17. október 2025
„Gull gæti auðveldlega tvöfaldast í verði – skynsamlegt að halda því í eignasafni,“ segir Jamie Dimon forstjóri JPMorgan
8. október 2025
Gullverð gæti haldið áfram að hækka á næstu misserum, samkvæmt nýrri spá Goldman Sachs. Fjárfestingabankinn hefur hækkað langtímaspá sína um gullverð í desember 2026 upp í 4.900 dali á únsu en fyrri spá hljóðaði upp á 4.300 dali á únsu. Bankinn telur að hækkunin verði knúin áfram af aukinni eftirspurn eftir gulltryggðum sjóðum (ETF) í vestrænum ríkjum og viðvarandi gullkaupum seðlabanka, einkum í nýmarkaðsríkjum sem eru að auka fjölbreytni sinna gjaldeyrisforða og minnka vægi Bandaríkjadollars. „Við sjáum möguleika á enn meiri hækkun en spáin segir til um, þar sem einkafjárfestar gætu aukið hlutdeild sína í gulli umfram það sem vaxtastig gefur til kynna,“ segir í greiningu bankans. Goldman gerir ráð fyrir að bandaríski seðlabankinn lækki vexti um 100 punkta fyrir mitt ár 2026, sem muni styðja við gullverð. Einnig er gert ráð fyrir að kaup seðlabanka á gulli verði að meðaltali 80 tonn á mánuði árið 2025 og 70 tonn á mánuði árið 2026. Gullverð hefur hækkað um 52% í Bandaríkjadollar það sem af er þessu ári, stutt af miklum gullkaupum seðlabanka, veikingu dollarans og auknum áhuga fjárfesta sem leita skjóls í gulli gegn verðbólgu og pólitískri óvissu. Samkvæmt greiningu Goldman Sachs eru kaupendur gulls tveir meginhópar: Kaupendur með sterka sannfæringu, svo sem seðlabankar og sjóðir, sem kaupa óháð verði. Tækifæriskaupendur, einkum heimili í nýmarkaðsríkjum, sem koma inn þegar verð þykir hagstætt. Bankinn bendir á að hver 100 tonna nettókaup „gullkaupenda með sannfæringu“ geti hækkað gullverð um 1,7%. Goldman Sachs mælir áfram með gulli og hrávörum sem hluta af fjárfestingasöfnum til að verja sig gegn óvissu á mörkuðum, stöðnuðum hagvexti og hárri verðbólgu. „Aukin notkun hrávara sem pólitísks og efnahagslegs vopns gæti enn frekar aukið mikilvægi þeirra í fjárfestingasöfnum,“ segir í greiningunni.
6. október 2025
Hefst 20. október. Þegar þúsundir ljósa kvikna, ilmur af reykelsi og sælgæti fyllir heimilin – þá er komin Diwali, ein bjartasta og helgasta hátíð Indlands. Diwali er fimm daga löng hátíð ljóssins sem táknar sigur hins góða á því illa og hjörtu fyllast gleði og von um nýtt velmegunarár. Hefðin að gefa gull Frá fornu fari hefur það verið siður á Diwali að kaupa og gefa gull. Talið er að þessi göfugi málmur laði að sér gæfu og blessun gyðjunnar Lakshmi – gyðju auðs, velmegunar, fegurðar og hreinleika. Að gefa gull er því ekki aðeins gjöf, heldur ósk um hamingju og velmegun á komandi ári. Margir hefja hátíðina með því að kaupa gullpeninga, skart eða gullstengur, því það táknar nýtt upphaf í fjárhagslegu lífi og trú á bjarta framtíð. Þessi árlega hátið Hindúa hreyfir gullmarkaði – upp eða niður. Það ræðst af því hversu mikið gull er keypt til gjafa. Því er spáð að gullsala verði mikil að þessu sinni, sem mun leiða til hækkunar á gullverði, og það er þegar farið að glitta í að gull brjóti 4.000 dollara múrinn. Það á engin þjóð meira af gulli en Indverjar – yfir 25.000 tonn (um 12% af öllu gulli sem hefur verið unnið úr jörðu í sögu mannkyns). Ástæður þess að gull er fullkomin gjöf á Diwali Heldur verðgildi sínu og verður dýrmætara með tímanum. Táknar hreinleika, auð og velmegun. Hentar öllum kynslóðum – bæði ungum sem öldnum. Minning til lífstíðar sem varðveitir hlýju hátíðarinnar. Fagnaðu hátíð ljóssins með gulli Megi þessi Diwali-hátíð færa þér ljós, gleði og endalausa velmegun. Gefðu gull þeim sem þér þykir vænt um – og þú munt fá í staðinn hlýtt bros og blessun fyrir gæfu og árangur! Skoðaðu bæklinginn OKKAR VERÐMÆTI og byrjaðu að byggja upp fjárhagslega framtíð og öryggi fyrir börn þín og barnabörn. Gull – ljósið sem aldrei slokknar. Leyfðu því að lýsa þitt Diwali.
2. október 2025
Fjárfestar þurfa að verja hlutabréfa- og skuldabréfaeignasöfn með hrávörum eins og gulli, að sögn Goldman Sachs Research, undir forystu greinandans Lina Thomas. „Hlutabréfa- og skuldabréfaeignasöfn eru ekki vel varin gegn stöðnuðum hagvexti og viðvarandi verðbólgu í tveimur tilvikum: þegar óvissa um stefnu stjórnvalda eykst (t.d. þegar markaðir efast um getu seðlabanka til að hemja verðbólgu) og þegar hagkerfið verður fyrir framboðssjokki (eins og skyndilegum orkuskorti),” segir í skýrslunni. „Til dæmis hækkaði gullverð verulega á áttunda áratugnum þegar mikil útgjöld bandarískra stjórnvalda og minnkandi trúverðugleiki seðlabankans ýttu undir verðbólgu.“ „Gull rauk upp þegar fjárfestar leituðu í verðmæti utan kerfisins,“ skrifaði Lina Thomas í skýrslunni. Hrávörur voru einnig meðal fárra eigna sem hækkuðu að raunvirði þegar rússneskt gas til Evrópu var stöðvað árið 2022. Goldman Sachs Research benti á að á hverju 12 mánaða tímabili þar sem bæði hlutabréf og skuldabréf skiluðu neikvæðum raunávöxtunum, hafi gull skilað jákvæðri frammistöðu. Hrávörur geta einnig varið eignasöfn gegn sveiflum í alþjóðaviðskiptum. Thomas bendir á að framboð hrávara sé að verða meira samþjappað og að ríki nýti stjórn sína yfir auðlindum sem pólitískt og efnahagslegt vopn. Goldman Sachs Research telur að gull muni gegna lykilhlutverki í framtíðinni , þar sem stjórnvöld beita fjögurra þrepa hringrás: Fyrst „einangra stjórnvöld aðfangakeðjur með því að flytja framleiðslu heim í gegnum tolla, niðurgreiðslur og fjárfestingar – skipta út innflutningi þar sem hægt er og safna upp hrávörum þar sem ekki er hægt að leysa innflutning af hólmi með innlendri framleiðslu“. Þegar innlent framboð eykst og er tryggt, er umframframleiðsla flutt út. Þegar alþjóðlegt hrávöruverð lækkar, „hætta framleiðendur með hærri kostnað og framboð safnast á færri hendur“. Að lokum, eftir því sem framboð verður samsteyptara, „geta ráðandi framleiðendur nýtt það sem pólitískt og efnahagslegt afl, til dæmis með útflutningstakmörkunum – sem eykur áhættu á röskun og knýr önnur ríki til að einangra sínar aðfangakeðjur á ný“. Í skýrslunni eru nefnd mörg dæmi um samþjöppun hrávara og auðlinda sem nú á sér stað. „Bandaríkin munu líklega sjá um meira en þriðjung heimsframboðs á fljótandi jarðgasi (LNG) fyrir árið 2030 og landið hefur tengt þann útflutning við tollaviðræður,“ segir Goldman Sachs Research. „Evrópa, sérstaklega, hefur fært sig frá rússnesku gasi yfir í bandarískt LNG frá árinu 2022. Gert er ráð fyrir að hlutdeild Bandaríkjanna í gasframboði í Evrópu og Asíu aukist enn frekar.“ Í skýrslunni er einnig bent á að Kína stjórni yfir 90% af hreinsunargetu fyrir sjaldgæfa jarðmálma og að þessi efni séu „lykilatriði í kapphlaupinu um að þróa gervigreind (AI)“. „Vaxandi notkun hrávara sem pólitísks og efnahagslegs valdatækis getur styrkt ávinning af fjölbreytileika þeirra í eignasöfnum,“ segir Thomas. Goldman Sachs Research varar þó við því að ekki séu allar hrávörur jafngóðar til að verja eignasöfn. „Árangur þeirra ræðst af því hvort tiltekin hrávara sé líkleg til að verða hluti af alvarlegri röskun á framboði og hvort sú röskun sé verðbólguhvetjandi,“ segir í skýrslunni. „Tveir mælikvarðar skipta máli: beint eða óbeint vægi hrávörunnar í verðbólgukörfunni og það hlutfall framboðs sem verður fyrir röskun.“ Orka uppfyllir fyrsta mælikvarðann, þar sem truflanir geta fljótt haft áhrif á hagkerfi og fjármálamarkaði. „Beint vægi iðnaðar- og sjaldgæfra jarðmálma í verðbólgukörfunni er lægra, þó áhrif þeirra hafi aukist eftir því sem orkukerfið færist frá jarðefnaeldsneyti yfir í endurnýjanlega orkugjafa sem nota þessa málma,“ sögðu greiningaraðilar. „Iðnaðarmálmar og sjaldgæfir jarðmálmar skera sig úr þar sem hreinsun þeirra er mjög bundin við Kína. Þess vegna getur röskun, jafnvel þótt hún hafi aðeins óbein áhrif á verðbólgu – eins og varðandi kostnað við rafhlöður í rafbílum – haft óeðlilega stór áhrif.“