Skilmálar Arcarius ehf og Gullmarkaðarins
Með notkun vefsvæðanna gullmarkadurinn.is og gullmarkaðurinn.is undirgengst þú sem notandi þessar reglur og skilmála.
1. gr. Eigandi síðunnar
Vefsvæðin gullmarkadurinn.is og gullmarkaðurinn.is (hér eftir „vefsíðan“ og vefkerfið Arcarius ehf og Gullmarkaðarins (hér eftir „vefkerfið“) er eign Arcarius ehf. og Gullmarkaðarins (hér eftir „félagið“) og fer það með stjórn vefsíðunnar og vefkerfisins.
2. gr. Lög og reglur
Um notkun á vefkerfinu gilda íslensk lög og stjórnvaldsfyrirmæli eftir því sem við á. Rísi ágreiningur um notkun vefkerfisins eða efni skilmála þessara skal reka dómsmál þess efnis fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
3. gr. Höfundarréttur og vörumerki ,
Vörumerki og auðkenni sem sjást á vefsvæðinu eru eign félagsins. Notendum er með öllu óheimilt að nota merki félagsins án skriflegrar heimildar félagsins. Allt efni á vefsvæðinu nýtur höfundaréttarverndar eða eftir atvikum einkaréttarverndar að því marki sem það er ekki undanskilið slíkri vernd með lögum. Notendum vefkerfisins er með öllu óheimilt að breyta, birta, endurnýta, afrita, gefa út, selja eða veita aðgang að því efni sem finna má á vefsíðunni eða hagnýta sér það með nokkrum öðrum sambærilegum hætti.
Til efnis á vefsvæðinu teljast m.a skrár, töflur, eyðublöð, gagnagrunnar og hvaðeina annað sem finna má á vefsvæðinu sbr. m.a. 50.gr. Höfundalaga nr. 73/1973.
4.gr. Engin ábyrgð tekin
Allar upplýsingar sem látnar eru í té á vefsíðunni „eins og þær koma fyrir“ án nokkurrar ábyrgðar, beinnar eða óbeinnar. Arcarius ehf. og Gullmarkaðurinn ber ekki undir neinum kringumstæðum ábyrgð á nákvæmni eða áreiðanleika þeirra upplýsinga sem finna má á vefsíðunni hvort sem þær frá félaginu sjálfu eða öðrum. Arcarius ehf. Gullmarkaðurinn ber ekki undir neinum kringumstæðum ábyrgð á tapi eða skaða sem rekja má til þess að notandi byggir á upplýsingum sem aflað er á þessari vefsíðu. Það er á ábyrgð notanda að meta nákvæmni, heildstæðni eða notagildi hvers kyns upplýsinga sem fást á vefsíðunni.
5.gr. Fyrirvari um bótaábyrgð
Arcarius ehf. Gullmarkaðurinn undanþiggur sig sérstaklega hvers kyns bótaábyrgð (hvort sem hún er innan samninga eða utan, hlutlæg bótaábyrgð eða annars konar ábyrgð) á hvers kyns beinu, óbeinu, tilfallandi, afleiddu, eða sérstöku tjóni sem komið er til eða á einhvern hátt tengt notkun vefsíðunnar. Arcarius ehf. Gullmarkaðurinn ber ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem rekja má til þess að ekki er hægt að nota vefinn, í skemmri eða lengri tíma. Félagið ber ekki ábyrgð á röskunum sem kunna að verða á virkni vefsíðunnar vegna óviðráðanlegra atvika (force majeur) svo sem náttúruhamfara, styrjalda eða verkfalla.
6.gr. Tengdar vefsíður
Á vefsíðunni og innan vefkerfisins kunna að vera tenglar á aðra vefi sem tengjast virkni kerfisins á einhvern hátt. Félagið rekur ekki þessar vefsíður né ræður efni þeirra. Félagið ábyrgist ekki á neinn hátt þær upplýsingar eða það efni sem finna má á þessum vefsíðum, frammistöðu þeirra eða afköst eða nokkuð tjón sem þú eða aðrir kunna að verða fyrir vegna notkunar þeirra.
7. gr. Tölvuvírusar o.fl.
Félagið ábyrgist ekki að vefkerfið eða vefir sem það vísar til s.s með tenglum, séu algjörlega lausir við tölvuvírusa eða annað sem reynst getur skaðlegt tölvum eða hugbúnaði. Notandi ber sjálfur ábyrgð á að fyrirbyggja mögulegt tap sem hlotist getur af slíku með nauðsynlegum vörnum t.d vírusvarnarforritum.
8. gr. Söfnun og vinnsla persónuupplýsinga
Notandi viðurkennir og samþykkir að með því að skrá sig í vefkerfið láti hann félaginu í té þær persónuupplýsingar sem í skráningarforminu felast. Notandi samþykkir jafnframt að félagið hafi eftirlit og haldi skrá yfir notkun notanda á vefsíðunni. Með notkun á vefsíðunni samþykkir notandi jafnframt vinnslu slíkra persónuupplýsinga. Síðastgreint kann að vera gert með því að safna tæknilegum upplýsingum um notkun notenda, t.d. um tegund vafra, leitir, flettingar, tímalengd innskráningar eða flettinga o.fl., í þeim tilgangi að fylgjast með notkun vefsvæðisins, bæta þjónustuna eða láta notendur vita af hugsanlegum villum eða göllum sem geta komið upp í kerfinu.
Félagið áskilur sér rétt til að vinna úr gögnum um notkun notanda á vefkerfinu í því skyni að bjóða honum nýja þjónustu, nýjar áskriftarleiðir eða tilboð honum til hagsbóta.
Á meðan samningssamband varir milli notanda og Auvesta Edelmettal AG, og/eða Arcarius ehf. Gullmarkaðurinn skuldbindur félagið sig til að halda utan um og varðveita hvers konar persónuleg gögn og upplýsingar sem verða til við notkun kerfisins og finna má á viðkomandi aðgangi.
Vefsíður og vefkerfi félagsins nýta svokallaðar vafrakökur (e. cookies). Vafrakökur eru nauðsynlegar t.d. til þess að geta auðkennt notendur, t.d. í vefverslun eða í vefkerfi félagsins. Með notkun vefsíðna og vefkerfa Arcarius ehf Gullmarkaðarins veitir notandi samþykki sitt fyrir notkun vafrakakna.(Sjá Persónuverndarstefnu Arcarius ehf. Gullmarkaðarins)
9. gr. Breytingar á notendareglum og skilmálum
Félagið áskilur sér rétt til að endurskoða og breyta skilmálum þessum hvenær sem er og án fyrirvara. Endurskoðaðir skilmálar munu birtast á vefsíðunni og ber notanda að kynna sér þá reglulega. Notkun vefsíðunnar jafngildir samþykki þeirra skilmála sem í gildi eru hverju sinni.
Breytingar á skilmálum þessum skulu gerðar skriflega. Verði lögum og/eða reglum breytt er varða starfsemi Arcarius ehf. Gullmarkaðarins skulu skilmálar þessir breytast sjálfkrafa til samræmis við slíkar breytingar, enda hafi þær veruleg áhrif á starfsemi Arcarius ehf.Gullmarkaðinn
10. gr. Brot á notendareglum og skilmálum
Hafi félagið rökstuddan grun um að notandi hafi brotið gegn skilmálum þessum áskilur félagið sér rétt til þess að grípa til þeirra úrræða sem lög, reglur og skilmálar þessir heimila, þ.m.t loka fyrir aðgang tiltekins netfangs og eða notanda að vefsíðunni, án fyrirvara, tímabundið eða ótímabundið.
11. gr. Aðgangur að svæðum sem vernduð eru með lykilorði
Notendur samkvæmt skilmálum þessum skulu auðkenna sig með netfangi og lykilorði, sem þeim hefur verið úthlutað eða þeir sjálfir valið, við innskráningu inn Auvesta Edelmettal AG
login.Skráningarkerfi sem unnið er af Taktikal ehf. lýtur skilmálum Taktikal ehf. Þá kann notendum að verða gert skylt að skrá sig inn í kerfið með kennitölu og Auðkennislykli.
Aðgangur að svæðum á vefsíðunni sem vernduð eru með lykilorði er einungis heimill þeim sem fengið hafa úthlutað lykilorði til aðgangs að vefsíðunni, það sama á við um alla notkun aðgangsins. Aðgangur hvers og eins notanda er persónulegur og er notendum með öllu óheimilt að láta öðrum aðilum aðganginn í té eða veita öðrum nokkurs konar heimild til þess að hagnýta sér með hvers konar hætti aðgang þeirra að Arcarius ehf, Gullmarkaðinum og Auvesta Edelmettal AG og þau gögn og upplýsingar sem þar er að finna. Brjóti notendur gegn þessu banni mun Arcarius ehf. Gullmarkaðurinn gera notanda viðvart og loka fyrir aðgang þeirra notenda, eftir atvikum að undangenginni áminningu, án þess að það hafi áhrif á greiðsluskyldu notanda ef hún er til staðar.
Notandi ber fulla ábyrgð á öllum þeim aðgerðum sem framkvæmdar eru með hans aðgangi og lykilorði hvort sem þær eru framkvæmdar af honum sjálfum eða öðrum og hvort sem það er með leyfi hans eða ekki.
Misnotkun á aðgangi eða lykilorði notanda er aldrei á ábyrgð félagsins og ber notanda að halda félaginu skaðlausu af hvers kyns misnotkun.
12. gr. Almennar reglur um notkun
Notendur hafa leyfi til að nýta sér vefkerfið og þá þjónustu sem þar er í boði í samræmi við skilmála þessa.
Notendur fá aðgang að því efni á Gullmarkaðinum sem til boða stendur á hverjum tíma og ekki er háð höfundarréttarvernd af hvers konar tagi.
Notendur öðlast ekki eignarrétt af nokkru tagi, beinan eða óbeinan, yfir því efni sem finna má á vefsíðunni heldur er eingöngu um um afnotarétt á viðkomandi efni að ræða. Umfang þessa afnotaréttar fer eftir skilmálum þessum.
Gögn og upplýsingar á vefsíðum og bæklingum eru eign Arcarius ehf. Gullmarkaðurinn, nema annað sé tekið fram af Arcarius ehf Gullmarkaðnum eða almennum notendaskilmálum félagsins á hverjum tíma.
Notendum er óheimilt að nota gögn og upplýsingar Arcarius ehf. Gullmarkaðurinn til hvers konar útgáfu eða endurmiðlunar. Notendum er þó heimilt að prenta út gögn og upplýsingar til hefðbundinnar notkunar á slíkum gögnum og upplýsingum.
Notendum er óheimilt að að breyta eða afbaka þær upplýsingar sem finna má á vefsíðunni og/eða að dreifa þeim í breyttri mynd. Notendum er óheimilt að nota efni vefsíðunnar með nokkrum þeim hætti sem falið getur í sér skerðingu á heiðri eða sérkenni höfunda efnisins eða félagsins. Notkun vefkerfisins má ekki undir nokkrum kringumstæðum vera skaðleg rekstri félagsins eða leiða af sér tjón fyrir aðra notendur vefkerfisins. Ekki má nýta vefkerfið í samkeppnistilgangi gegn félaginu.
Fyrir aðra notkun á vefkerfinu en þá sem heimiluð er í skilmálum þessum þarf sérstakt, skriflegt leyfi félagsins, eiganda höfundaréttar og eftir atvikum annarra sem kunna að eiga höfundarétt að efni vefsíðunnar að hluta til eða í heild.
13. gr. Vefverslun
Félagið áskilur sér rétt til að fella niður pantanir, til dæmis vegna rangra upplýsinga um verð, eða ef upp koma villur í reiknireglum vefverslunarinnar. Þá áskilur félagið sér rétt til að breyta verðum eða að taka vörur úr sölu án fyrirvara. Verð getur breyst án fyrirvara.
Sendingarkostnaður er ekki innifalinn og reiknast sjálfkrafa.
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin hafi hann ekki notað vöruna, skili henni í góðu lagi og óupptekinni, auk sönnunar á vörukaupum. Frestur þessi byrjar að líða þegar varan er pöntuð viðtakanda vegna fjárfestingagildis vörunnar.
Ef vara er gölluð býðst kaupanda að fá ný vöru í staðinn auk þess að félagið greiðir eðlilegan kostnað sem leiðir af skiptunum.