4. Inngangur að fjárfestingum í silfri

Hrúga af silfurpeningum og silfurstangir sem sitja hvert ofan á öðru.

Silfur hefur einstakt notagildi í margvíslegri tækni, iðnaði og heilbrigðisþjónustu, sem gerir það að áhugaverðum málmi til að eiga og fjárfesta í.


þegar rætt er um eðalmálma eru gull og silfur oft nefnd í sömu andránni. Báðir málmarnir hafa verið eftirsóttir í þúsundir ára og báðir hafa þeir fundist í öllum heimsálfum. Eins og gull, er silfur mikils metið sem fjárfestingarkostur og er mikið notað í mynt, stangir og skartgripi. Á hinn bóginn hefur silfur einstakt notagildi í margvíslegri tækni, iðnaði og heilbrigðisþjónustu, sem gerir það að áhugaverðum málmi til að eiga og fjárfesta í. 


Vegna einstakra eiginleika silfurs er það meira notað í iðnaði en gull. Meðan innan við 10% þess gulls sem grafið er úr jörðu er notað í iðnaði, endar meira en 50% silfurs í iðnaðarframleiðslu. Þetta er ekki síst vegna þess silfur hefur ýmsa einstaka efnafræðilega eiginleika, þar á meðal er það öflugur varma- og rafleiðari. Að auki er silfur notað í heilbrigðisiðnaði og það er reyndar einn af fáum málmum sem hefur bakteríudrepandi eiginleika. Þessi sterku tengsl við iðnað gera það að verkum að eftirspurn eftir silfri er oft í takt við eftirspurn eftir iðnvarningi. Það þýðir því að silfurverð má tengja við almenna efnahagsþróun.


Þó að svo sé, og silfur sé sannarlega í miklum metum og eigi margt sameiginlegt með gulli, er verð þessara tveggja málma gerólíkt, sérstaklega ef það er borið saman. Margir nota „gull-silfur hlutfallið“ til að bera saman hvernig verð hvors um sig þróast í hlutfalli við hitt, og þetta hlutfall sýnir að þrátt fyrir fjölþætt notagildi silfurs hefur verð þess náð að verða meira en tíundi hluti af gullverði. Fyrir eðalmálmafjárfesti þýðir lágt silfurverð hins vegar að það er miklu auðfengnara en gull, sem verður til þess að margir stíga sín fyrstu skref í fjárfestingum í eðalmálmum með þessum ódýrari kosti.


Hvers vegna að velja silfur?

Silfur hefur, eins og gull, verði notað bæði til að varðveita auðæfi og sem gjaldmiðill í fjöldamörg ár. En meðan gull er unnið í sérstökum gullnámum víða um heim, er silfur í rauninni aukaafurð sink-, kopar- og blývinnslu. Ólíkt því sem á við um gull, er því jafnan unnið meira silfur en raunin væri ef það væri einungis eftirspurn eftir silfri sem réði framleiðslunni. Silfureftirspurn er einn helsti þátturinn sem hefur áhrif á silfurverð, svo fjárfestar þurfa að huga að henni ef þeir hyggjast kaupa silfur. Sökum þess hve notagildið er fjölbreytt getur silfurverð sveiflast umtalsvert hlutfallslega, meðan gullverð hefur löngum breyst miklu hægar. Engu að síður kjósa enn margir þennan fjárfestingarkost og silfur getur verið mikilvægur hluti af eignasafni.


Bent hefur verið á að þeir sem sækist eftir silfri séu fjárfestar sem síður forðast áhættu. Það er vegna þess að þegar þú eykur fjölbreytni eignasafns þíns með silfri opnast einnig hagnaðarmöguleikar vegna stærri verðsveiflna á silfurmarkaði.


Á sama hátt og fólk fjárfestir í gulli til að dreifa eignasafni sínu frá hlutabréfum og skuldabréfum, nota fjárfestar líka silfur til að auka fjölbreytni eignasafnsins því silfurverð getur, svipað og á við um aðra eðalmálma, þróast öfugt við verðþróun annarra eigna. Þegar þú bætir silfri við eignasafn þitt, getur það því dregið úr heildaráhættunni.

Silfur og virðisaukaskattur (VSK)

Eitt af því sem talið hefur verið ágalli á silfri sem fjárfestingu er sú staðreynd að vegna notkunar þess í tækni og iðnaði eru kaup á silfri virðisaukaskattskyld. Eins og stendur er skatthlutfallið 24% á Íslandi. Þótt þetta kunni að fæla einhverja frá, gera stórar verðsveiflur í silfurverði, sem fyrr voru nefndar, það að verkum að þessi 24% aukakostnaður getur unnist upp af hlutfallslegum verðhækkunum á silfri. Svo dæmi sé tekið, hækkaði silfurverð úr ISK 2.184 í ISK 3.457 frá því í ársbyrjun 2020 og fram í ársbyrjun 2021 – það er hækkun upp á næstum 58%. Jafnvel þótt virðisaukaskatturinn í upphafi sé tekinn með í reikninginn, hlýtur það að teljast dágóð ávöxtun.

Hvernig get ég fjárfest í silfri?

Eins og á við um aðra eðalmálma, eru fjölbreyttir kostir í boði til að fjárfesta í silfri og bæta því við eignasafnið. Þótt hefðbundið sé að kaupa silfur í formi mynta, stanga, skartgripa og jafnvel fornmuna, er einnig hægt að höndla með silfur í gegnum gullreikning þinn hjá Auvesta, sem veita greiðan aðgang að silfurmörkuðum. Engin virðisaukaskattur er innheimtur nema ef þú ákveður að láta afhenta silfrið til þín hvort sem þú lætur senda það til þín eða sækir það sjálfur. 


Silfurmyntir eru fáanlegar í mörgum stærðum og gerðum. Auk hinna ýmsu ríkismyntslátta, hafa aðrar myntsláttur slegið silfurmyntir sem eru vinsælar en oftast þá með söfnunar-og hönnunargildi. Sökum þess að silfurmyntir eru talsvert ódýrari en gullmyntir, sækjast safnarar gjarnan eftir þeim, ekki síður en fjárfestar, svo sumir fjárfestar velja silfur til að geta komið sér upp fjölbreyttari myntsöfnum hvað varðar inntak og hönnun.


Silfurstangir eru einnig fáanlegar og njóta vinsælda hjá þeim sem vilja fjárfesta í meira magni.

Geymsla silfurfjárfestinga

Þar sem silfur er ódýrara en gull, fæst meira magn af því fyrir sömu fjárhæð, og því getur geymsla þess verið áskorun. Ef þú hefur ákveðið að dreifa betur eignasafni þínu með því að bæta silfri við fjárfestingu í gulli, er mikilvægt að hafa í huga að ekki er hægt að geyma silfur með gulli því þá fellur á silfrið. Þótt margir kjósi enn að geyma silfurfjárfestingu heima hjá sér á tryggðum og öruggum stað, til hægðarauka og öryggis, eru líka margir sem velja að koma fjárfestingum sínum í vörslu hjá öðrum – til dæmis í öryggishvelfingu Auvesta. Það þarf vitaskuld að greiða geymslukostnað ef því er komið í geymslu hjá öðrum. Það gæti þó reynst ódýrara en að festa kaup á öryggisskáp og tryggingum heima fyrir, en þetta ræðst allt af kringumstæðum og smekk hvers og eins.